Fimmtudagur 7. nóvember, 2024
9.9 C
Reykjavik

Inga Sæland um afsögn Bjarna: „Þetta er bara vendipunktur í íslenskri pólitík“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Þetta eru eins og ég er að upplifa þetta sögulegir tímar í ísleskum stjórnmálum, þetta er bara vendipunktur í íslenskri pólitík,“ sagði Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, um afsögn Bjarna Benediktssonar nú rétt fyrir hádegi í dag.

„Þetta var engin fljótfærnisákvörðun hann er búinn að hafa þarna fjóra, fimm daga, til þess að ákveða þetta og ræða þetta með sínu fólki.“
Aðspurð hvort hún telji að Bjarni hafi stokkið á tækifærið vegna þess að flokkurinn sé í erfiðri stöðu segir Inga: „Flokkurinn er í rosalegra þröngri stöðu, þau eru það. Ég hugsa að hann skipti bara um ráðuneyti ég hef á  tilfinningunni að hann fari í utanríkisráðuneytið en ég held að þau vilji allt annað en að fara í kosningar á þessum tímapunkti.“

Þú reiknar með að ríkisstjórnin standi þetta af sér?
„Já ég hugsa það, ég held hann sé ekki að gera þetta til þess að taka áhættu á því ég held að hann sé að reyna að fá kredit fyrir það að axla ábyrgð,“ sagði Inga að lokum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -