Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Ingibjörg Sólrún í sóttkví og gagnrýnir íslenskar sóttvarnir – „Farið að ganga allt of langt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, telur að afar illa hafa verið staðið að reglugerð um skylduvistun á sóttkvíarhóteli sem hafi einfaldlega farið öfugt ofan í marga landsmenn. Hún veltir fyrir sér hvort frekar eigi að skikka eingöngu ferðamenn á sóttkvíarhótelið.

„Jæja, nú ætla ég að hætta mér út á hálan ís og tjá mig um sóttvarnir á landamærum. Upphaflega reglugerðin sem skikkaði alla á sóttkvíarhótel var fádæma klaufaleg og gerræðisleg. Lagagrunnur frelsissviptingarinnar var mjög veikur,“ segir Ingibjörg Sólrún í færslu á Facebook. Hana ritar hún þar sem hún er sjálf stödd í sóttkví á sóttkvíarhótelinu við Katrínartún.

Ingibjörg Sólrún undrar sig á því hvers vegna ekkert tillit hafi verið tekið til aðstæðna fólks og meðal annars útivera leyfð. „Að auki var þolendum gert að greiða 50 þúsund krónur fyrir hana! Af hverju má ekki gera greinamun á ferðamönnum og fólki með heimilisfestu á Íslandi? Allir ferðamenn fari á sóttkvíarhótel og greiði sanngjarnt verð fyrir það. Fólk með heimili á Íslandi geti valið um að vera í sóttkví heima hjá sér eða fari ella á sóttkvíarhótel sér að kostnaðarlausu,“ segir Ingibjörg og bætir við:

„Þannig verði litið á sóttkvínna sem þjónustu af hálfu yfirvalda og samfélagsábyrgð af hálfu þegnanna en ekki dóm og refsingu.“

Fjölmargir tjá sig undir færslu Ingibjargar og segist Gréta vera innilega sammála. Hún kemur með viðbót tengda heimasóttkvínni. „Mér finnst að það eigi að ganga út frá því að fólk muni fara eftir reglum en ekki að það ætli sér að brjóta þær. Það mætti bjóða fólki að velja á milli þess að dvelja í sóttkví á stað sem uppfyllir ákveðin lágmarks skilyrði með ökklaband svo hægt sé að fylgjast með ferðum viðkomandi og þess að taka út sóttkví á sóttkvíarhóteli, segir Gréta.

Sigursteinn Másson.
Sigursteinn Másson er á móti skylduvistuninni. „Mikið er gott að lesa slíkt málefnalegt innlegg frá fyrrverandi formanni Samfylkingarinnar þótt sjálfur sé ég á því að engin gild ástæða sé til að skylda neinn á tiltekið sóttkvíarhótel. Það gengur vel á Íslandi að hemja veiruna og ætti ekki að koma neinum á óvart að örfá smit séu í gangi,“ segir Sigursteinn.
Magnea nokkur veltir fyrir sér réttu lausninni. „Vandamálið er að bæði einstaklingar með heimili á Íslandi og ferðamenn hafa verið að brjóta ákvæði um sóttkví. Kannski frekar að láta þá sem geta unnið að heiman og eiga heima á Íslandi fara í heimasóttkvi en þá sem verða að mæta í vinnu utan heimilis og ferðamenn fara á sóttvarnarhotel?,“ spyr Magnea.
Sandra bendir á brot hvers vegna höfuðborgarbúar glíma nú við hópsmit Covid-19. „Þessi aðili sem er Pólverji býr hér á landi virti ekki sóttkví né eftir að hann vissi að hann væri veikur og átti að vera í einagrun svo hvað er annað hægt að gera en skikka bara öllum í sóttkvíarhótel,“ segir Sandra.
Freyja segir hafa velt því sama fyrir sér. „En það er samt svo mannlegt að gera mistök og taka sénsinn þegar maður er kominn með eitt neikvætt próf. Held til dæmis að núverandi hópsmit sé rakið til einstaklings með lögheimili hér á landi. Hvar eru þá mörkin dregin?,“ spyr Freyja.
Margrét hefur aftur á móti fengið alveg nóg af íslenskum sóttvarnaraðgerðum. „Skil ekki afhverju þessar lokanir eru ennþá og eru hreinlega orðnar hálfgerð kúgun. Það átti að opna allt þegar það var búið að bólusetja viðkvæmasta hópinn og það er búið. Mér finnst þetta persónulega farið að ganga allt of langt. Væri til í að það yrði skipt um fólk í „brúnni“,“ segir Margrét.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -