Þriðjudagur 24. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Ingólfur gráti nær í Kænugarði. „Við vonum að hermenn okkar séu hugrakkir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ingólfur Bjarni Sigfússon fréttamaður og Ingvar Haukur Guðmundsson tökumaður voru staddir í Kænugarði í dag. Átti Ingólfur erfitt með að halda aftur tárunum í beinni útsendingu fyrir ríkisútvarpið en aðstæður í Úkraínu eru átakanlegar.

Skömmu fyrir útsendinguna var hótelið sem þeir Ingólfur og Ingvar gista á rýmt og öllum komið fyrir ofan í neðanjarðalestakerfi Kænugarðs sem er að sögn Ingólfs sprengjubyrgi.
Þá lýsir hann því hvernig fólk hafi brugðist við aðgerðunum en meðal annars tóku tár að leka niður kinnar ungrar konu sem skrollaði niður síma sinn í byrginu.
„Það er erfitt að finna ekki til með fólki sem finnst eins og það hafi verið yfirgefið,“ sagði Ingólfur Bjarni.

Fyrr um daginn höfðu þeir rætt við nokkra íbúa Kænugarðs sem höfðu farið út til þess að sækja sér mat.
„Það sem hefur gerst hefur gerst. Fólk virðist kannski skelfingu lostið en það sem ég hef séð á samfélagsmiðlum sýnir að fólkið er hugrakkt. Flestir eru um kyrrt í Kyiv og ætla að berjast,“ sagði ung kona í viðtali.
„Reyndar er ég hræddur eins og allir í Úkraínu, hræddur við aðstæður og óttast um alla. Við vonum að hermenn okkar séu hugrakkir,“ sagði einn mannana sem Ingólfur ræddi við í dag en nú í kvöld voru um 1700 manns handteknir í Rússlandi fyrir að mótmæla innrásinni í Úkraínu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -