Þriðjudagur 24. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Ingólfur og Ingvar gengu yfir til Póllands: „Búnir að vera í 16 tíma á ferðinni“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Við erum búnir að vera hér Pól­lands­meginn frá því klukkan fjögur í morgun. Erum komnir í her­bergi hjá vinum vina og erum búnir að ná að sofa í nokkra klukku­tíma,“ sagði Ingólfur Bjarni Sigfússon, fréttamaður RÚV í viðtali við Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun.
Er hann ásamt Ingvari Hauki Guðmundssyni tökumanni, kominn yfir til Póllands eftir að hafa verið staddir í Úkraínu þaðan sem þeir fluttu fréttir.

Tóku þeir þá ákvörðun að fara fótgangandi restina af ferðalaginu og biðu við landamæri Póllands í margar klukkustundir en alls gengu þeir 32 kílómetra í gær.
Sagði Ingólfur að aðstæður hefðu verið furðu góðar miðað við allt saman en sjálfboðaliðar höfðu sett upp súpueldhús á nokkur hundruð metra fresti til þess að reyna að huga að fólkinu í bílunum.
Þegar komið var að landamærunum voru aðstæður þó breyttar og ekki góðar að hans sögn. Fólki er þar skipt niður í tvær raðir en í aðra röðina fara konur, börn, gamalt fólk og erlendir ríkisborgarar en í hina fara úkraínskir karlar á aldrinum 18 til 60 ára sem fá ekki að fara úr landi vegna herkvaðningar.

„Þetta tók allt dá­góðan tíma en þegar yfir lauk, frá því að við lögum af stað fót­gangandi og þar til við komum yfir til Pól­lands, þá vorum við búnir að vera í 16 tíma á ferðinni,“ sagði Ingólfur og bætti við að eldra fólk hafði verið orðið mjög þreytt eftir ferðalagið. Tilfinning hans væri sú að áhyggjur fólks á þessari stundu væru hvort að ástvinir þess myndu lifa af stríðið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -