Miðvikudagur 15. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Ingunn yfirbugaði óðan mann með hníf: „Ég læt hann ekki stela veskinu mínu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Menn hugsa sig kannski tvisvar um áður en þeir brjótast aftur inn til mín. Ég er líffæragjafi, ég tek á móti og yfirbuga,“ segir Ingunn Bylgja Einarsdóttir en hún yfirbugaði innbrotsþjóf á heimili sínu á Akureyri í gær.

Ingunn segist ótrúlega róleg í samtali við Mannlíf þrátt fyrir að maðurinn hafi inn á heimili hennar og með hníf. Lögreglumenn komu á vettvang og handtóku manninn. Ingunn frétti svo í dag eftir skýrslutöku að maðurinn væri að hefja 15 mánaða afplánun. Hún segir manninn hafa verið viti sínu fjær af dópi.

„Kærastinn minn var sá sem yfirbugaði hann með mér ásamt syni mínum sem býr í kjallaranum. Hann var bara útúrdópaður að leita að lyfjum og verðmætum. Hann var með Bose heyrnartól í höndunum og veskið mitt þegar ég hjólaði í hann. Ég hugsaði varla um það. Ég læt hann ekki stela veskinu mínu og 60 þúsund króna Bose heyrnartólunum mínum sem fyrrverandi eiginmaður minn gaf mér,“ segir Ingunn.

Hún segir kærustu mannsins hafa verið með í för en sem betur fer hafi hún ekkert gert. „Það má koma fram að Árnmar kærasti minn kom mér til hjálpar og hjálpaði mér að ná af honum hnífnum. Svo fór þessi elska í einhvern ham og hjálpaði mér að snúa hann niður. Einar sonur minn varð var við lætin og mætti með hafnaboltakylfu og settist á aumingjann og þá gat ég hringt á lögregluna. Það varð okkur til happs að kærasta skítbuxans var með en gerði ekkert nema gráta og reyndi ekki að bland sér í slagsmálin. Ég hringdi á lögregluna meðan ég stóð á handleggnum á honum og þetta ógeð reyndi ítrekað að bíta í ökklann á mér,“ segir Ingunn í stöðufærslu um málið.

Hún þakkar lögreglunni fyrir skjót viðbrögð. „Ég þekkti kauða og nefndi nafn hans í útkallinu. Eftir tvær mínútur komu 5 lögreglumenn og einn sérsveitarmaður og gröfturinn var handtekinn. Núna verður sett upp öryggiskerfi í húsið svo ég geti sofið róleg og við öll.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -