Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Ingvar E vinnur þriðju leikaraverðlaunin fyrir hlutverk sitt í Hvítur, Hvítur Dagur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ingvar E. Sigurðsson var að vinna sín þriðju leikaraverðlaun fyrir hlutverk sitt í myndinni Hvítur, hvítur dagur. Í þetta sinn hlaut hann leikaraverðlaun á elstu kvikmyndahátíð Kanada, FNC kvik­mynda­hátíðinni í Montreal. Fyrir hafði hann unnið Ris­ing Star verðlaun­in í Cann­es, Frakklandi og Best Per­formance verðlaun­in í Transilvaniu, Rúm­en­íu.

Mótleikkona Ingvars, Ída Mekkín Hlynsdóttir, hlaut einnig nýverið leikaraverðlaun fyrir hlutverk sitt á Hamptons hátíðinni í Bandaríkjunum. Hvít­ur, hvít­ur dag­ur hefur í heildina hlotið sjö verðlaun síðan hún var frum­sýnd á Critics’ Week í Cann­es og vann þar önnur af tvennum aðal­verðlaun­um dóm­nefnd­ar. Aukalega við leikaraverðlaun myndarinnar hefur hún einnig unnið aðalverðlaunin á Hamptons í Bandaríkjunum, aðalverðlaunin á Motov­un í Króa­tíu og sér­staka viður­kenn­ingu dóm­nefnd­ar á Zurich í Sviss. Myndin hef­ur enn frem­ur verið val­in inn á fjölda annarra virtra hátíða, til að mynda Toronto, Busan, BFI og Karlovy Vary.

Mynd­in er í for­vali fyr­ir Evr­ópsku kvik­mynda­verðlaun­in 2019, er fram­lag Íslands til Kvik­mynda­verðlauna Norður­landaráðs 2019 og Óskarverðlaun­anna 2020.

Mynd­in Hvít­ur, hvít­ur dag­ur seg­ir frá Ingi­mundi lög­reglu­stjóra sem hef­ur verið í starfs­leyfi frá því að eig­in­kona hans lést óvænt af slys­för­um. Í sorg­inni ein­beit­ir hann sér að því að byggja hús fyr­ir dótt­ur sína og afa­st­elpu, þar til at­hygli hans bein­ist að manni sem hann grun­ar að hafi átt í ástar­sam­bandi við konu sína. Fljót­lega breyt­ist grun­ur Ingi­mund­ar í þrá­hyggju og leiðir hann til rót­tækra gjörða sem óhjá­kvæmi­lega bitn­ar einnig á þeim sem standa hon­um næst.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -