Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-5.2 C
Reykjavik

Innan við 30 mínútur að safna fyrir súrefnisvélum: „Verulega ánægjulegt að finna fyrir samtakamætti samfélagsins“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í gærkvöldi var birt ákall frá hjúkrunarheimilum Fjarðabyggðar á Facebook síðunni Fjarðabyggð – Auglýsingar og viðburðir.

Ákveðið var að leita til nærsamfélagsins eftir fjárstuðningi, meðal annars við kaup á sex öndunarvélum. Viðbrögðin létu svo sannarlega ekki á sér standa, en það tók innan við 30 mínútur að safna fyrir súrefnisvélunum.

„Við erum klökk yfir öllum stuðningnum sem við fengum í kjölfar þess að við sendum út ákallið til fyrirtækja og félagasamtaka. Það tók okkur innan við 30 mínútur að safna við súrefnisvélunum,“ segir Ragnar Sigurðsson framkvæmdastjóri Hjúkrunarheimila Fjarðabyggðar í frétt á Austurfrétt.

Það voru Fiskeldi Austfjarða, Tandraberg, Tandrabretti og Laxar fiskeldi sem voru fyrst til að svara kallinu og fjármögnuðu kaupin með rausnarlegu framlagi til heimilanna. Einnig hafa önnur fyrirtæki, félagasamtök og einstaklingar haft samband og viljað leggja sitt af hendi.

„ Við áttum alls ekki von á svo skjótum viðbrögðum og verulega ánægjulegt að finna fyrir samtakamætti samfélagsins við aðstæður sem þessar,“ segir Ragnar og bætir við að þó að safnað hafi verið fyrir súrefnisvélum, þá er einnig fjölmargt annað sem nota má söfnunarfé í, svo sem að auka afþreyingu íbúa með kaupum á tækja- og líkamsræktarbúnaði.

Þeim sem vilja styrkja hjúkrunarheimilin er bent á:
Minningarsjóð Uppsala, Kt: 681108-1060, Bankareikningur: 0171-15-380020.
Minningarsjóð Hulduhlíðar, kt: 660691-2199, Bankareikningur: 569-14-408005

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -