Miðvikudagur 3. júlí, 2024
10.1 C
Reykjavik

Innbrotsþjófur gripinn á heimili í Breiðholti – Ökumaður á nagladekkjum í miðborginni um hásumar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Innbrotsþjófar, sérhæfðir í heimilum fólks, settu nokkurn lit á störf lögreglunnar í nótt. Einn slíkur var handtekinn í heimahúsi í Breiðholti. Annar var á ferð í austurborginni. Lögreglan kom á vettvang en greið í tómt. Þjófurinn hvarf sporlaust út í nóttina. Á svipuðum slóðum var ofbeldismaður handtekinn vegna líkamsárásar. Hann var læstur inni á fangaklefa þar sem hann fær að dúsa fram eftir morgni.

Ökumaður var stöðvaður í akstri í miðborginni. Hann reyndist vera sviptur ökuréttindum. Við leit í bifreiðinni fundust ætluð fíkniefni. Sá réttindalausi var látinn laus að lokinni skýrslutöku. Annar ökumaður var stöðvaður á sama svæði. Bifreiðin hans var á nagladekkjum um hásumarið. Þetta athæfi er dýrkeypt því ökumaðurinn þarf að greiða sekt sem nemur 20 þúsund krónum á dekk. Sektin er því hærri en sem nemur við að kaupa sæmileg sumardekk. Brot ökumanna borgarinnar voru fjölbreytt því einn einn var staðinn að verki og sektaður fyrir að tala í síma án þess að nota handfrjálsan búnað

Búðarþjófur var staðinn að verki á svæði Hafnarfjarðarlögreglunnar. Mál hans var afgreitt á vettvangi.

Leigubifreiðastjóri lenti í vandræðum með farþega í Breiðholti. Farþeginn neitaði að greiða fyrir þjónustuna. Bílstjórinn kallaði til lögreglu sem yfirheyrði farþegann og skrifaði skýrslu rituð á málið.

Í Breiðholti var maður handtekinn vegna skemmdarverka . Hann var vistaður í fangageymslu.  Þar var ökumaður stöðvaður í akstri vegna gruns um ölvunarakstur. Dregið var úr honum blóð og hann látinn laus að lokinni sýnatökunni. Annar ökumaður var stöðvaður í akstri á svipuðum slóðum,  grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann var látinn laus eftir að hafa gefið blóðsýni.

Tilkynnt um þjófnað úr verslun í Mosfellsbæ. Mál búðarþjófsins var afgreitt á vettvangi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -