Um þrjúleytið í dag kom húsráðandi í hverfi 108 að manni sem var að reyna að brjótast inn í húsið hans, en ein rúða var brotin. Innbrotsþjófurinn reyndi að komast undan á hlaupum en var handtekinn. Innbrotsþjófurinn var með exi meðferðis í bakpoka, en hann var einnig eftirlýstur vegna annarra brota. Var innbrotsþjófurinn vistaður í fangageymslu.
Um hálfellefu í morgun var tilkynnt um líkamsárás í Kópavogi. Þar réðust maður og kona á yngri konu utandyra og veittu henni áverka. Árásarþola var ekið á slysadeild og er málið í rannsókn.
Upp úr klukkan 14 í dag voru ungir drengir handsamaðir eftir eignaspjöll á strætóskýli í Árbæ. Haft var samband við foreldra drengjanna.
Kemur þetta fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.