Fimmtudagur 26. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Innbrotsþjófur staðinn að verki í Árbænum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Innbrotsþjófur var handtekinn í Árbænum í gær upp úr miðnætti er hann reyndi að brjótast inn í hús. Þetta segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og kemur þar fram að sást til mannsins í miðri tilraun. Þá var verknaðurinn tilkynntur til lögreglu og var innbrotsþjófurinn enn á staðnum þegar lögregluþjónar komu á staðinn, í haldi þess sem tilkynnti brotið og annars manns. Þeir höfðu handsamað manninn við innbrotið og biðu eftir komu lögreglu. Innbrotsþjófurinn gisti fangaklefa í nótt.

Þá voru fjórir ökumenn einnig stöðvaðir í gærkvöld og í nótt sem grunaðir voru um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Fimmti bílstjórinn sem grunaður er um akstur undir áhrifum lenti í umferðaróhappi. Sá var vistaður í fangaklefa.

Segir einnig í tilkynningu lögreglunnar að mikið hafi verið að gera í sjúkraflutningum hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins síðasta sólarhringinn. Alls þurftu sjúkraflutningamenn að fara í 130 sjúkraflutninga, þar af ellefu vegna COVID.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -