Föstudagur 27. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Innheimta ólögmæt lán af fullu afli

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Neytendasamtökin hafa skorað á innheimtufyrirtækið Almenna innheimtu ehf. að stöðva tafarlaust innheimtu á smálánaskuldum sem þau segja byggja á ólögmætum lánum.

Á vef Neytendasamtakanna segir að fyrir liggi að vextir á smálánum séu margfalt hærri en heimilt er samkvæmt lögum. Þrátt fyrir það séu lántakendur krafðir um endurgreiðslu á ólöglegum vöxtum og ekkert virðist fá stöðvað innheimtufyrirtækið sem tekið hefur að sér að innheimta lánin.

Þannig sé fyrirtækinu fyrirmunað að senda lántakendum skýra sundurliðinum á kröfum skipt niður í lánsupphæð, vaxtakostnað og innheimtukostnað, þrátt fyrir fjölda beiðna þess efnis. Fyrirtækið gefi sér allt að þrjá mánuði til að veita þessar upplýsingar. „Það vekur furðu að fyrirtækið hafi ekki tiltæka sundurliðun á kröfum sem það telur sér þó fært að innheimta. Þá telja Neytendasamtökin í hæsta máta óeðlilegt að innheimta vanskilakostnað á kröfur sem byggja á ólögmætum lánveitingum. Slíkt geti ekki verið löglegt.“

Þá segjast samtökin hafa undir höndum gögn sem sýni að heildarendurgreiðslur lántakenda séu mun hærri en lög leyfa, jafnvel þótt miðað sé við hæstu löglegu vexti. Þrátt fyrir það haldi fyrirtækið áfram innheimtu sinni og hótunum um skráningu á vanskilaskrá Creditinfo. „Samtökin telja að þar sem eigendum, stjórn og starfsmönnum Almennrar innheimtu megi vera ljóst að kröfutilbúningurinn standist ekki lög, séu jafnvel líkur á að bótaábyrgð hafi skapast, ekki síst í þeim tilfellum þar sem lántakendur hafa verið settir á vanskilaskrá að ósekju.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -