- Auglýsing -
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf. um að innkalla þurfi KIA Niro bifreiðar. Um er að ræða 132 bifreiðar af undirtegundunum DE, HEV og PHEV.
Ástæða innköllunarinnar er að ófullnægjandi tengingar í rafliðaboxi gætu orsakað eld við sérstakar aðstæður. Viðkomandi bifreiðareigendum verður tilkynnt um innköllunina bréfleiðis. Við skoðun eru rafliðabox athuguð og skipt um ef þurfa þykir. Þetta kemur fram á vef Neytendastofu.
Þá eru bifreiðaeigendur hvattir til að fylgjast vel með hvort að verið sé að innkalla þeirra KIA bifreiðar og hafa samband við umboðið ef þeir eru í vafa.