Í færslu sem athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson setti á samfélagsmiðla í gær greinir hann frá því að félögum sínum hafi verið vísað af Etihad vellinum í Manchester en lið Manchester City og Liverpool áttust við þar í gær.
Sigmar er þekktur stuðningsmaður Liverpool á Íslandi og sátu þeir innan stuðningsmenn Manchester City á meðan leiknum stóð yfir. Í frásögn Sigmars segir hann frá því að hann hafi brugðið sér frá til þess að pissa þegar Liverpool skoraði og fagnaði hópurinn sem Sigmar var með því marki innilega. Stuðningsmenn Manchester City sem sátu fyrir aftan íslenska hópinn voru allt annað en sáttir með það og kvörtuðu til öryggisvarða. Þeim var svo í kjölfarið vísað af vellinum.
„Þessir gæjar eru mjög stoltir af sjálfum sér, þessar litlu sálir hérna,“ sagði Sigmar á Instagram og sýndi fylgjendum sínum stuðningsmennina sem kvörtuðu undan hópnum. Sigmari var ekki vísað af vellinum en hann yfirgaf völlinn áður en leiknum lauk til að vera með hópnum sem hann kom með.
Liverpool endaði á að vinna leikinn 0-2 og var sigurinn aldrei í hættu.