Miðvikudagur 4. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

13 frambjóðendur skiluðu undirskriftalistum í Hörpu – Nýtt met í vændum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Alls skiluðu 13 frambjóðendur undirskriftalistum vegna framboðs til forseta Íslands. Katrín Jakobsdóttir, Jón Gnarr, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Viktor Traustason, Eiríkur Ingi Jóhannsson, Helga Þórisdóttir, Arnar Þór Jónsson, Halla Tómasdóttir, Ástþór Magnússon, Baldur Þórhallsson, Kári Hansen og Halla Hrund Logadóttir.

Nú muna landskjörstjórn leggja mat á hvort framboð frambjóðenda standist þau lög og kröfur sem settar eru um framboð. Verði öll framboðin samþykkt er ljóst að aldrei hafi fleiri einstaklingar boðið sig fram til forseta Íslands en níu manns voru í framboði til forseta árið 2016.

Miðað við kannanir sem gerðar hafa verið á undanförnum vikum virðast fjórir einstaklingar eiga raunhæfan möguleika að verða næsti forseti Íslands en það eru Katrín Jakobsdóttir, Halla Hrund Logadóttir, Jón Gnarr og Baldur Þórhallsson. Margt getur þó breyst en gengið verður til kosninga 1. júní næstkomandi.

Uppfært: Upphaflega var sagt frá að 12 hafi skilað inn undirskriftalistum en samkvæmt tilkynningu skilaði Kári Hansen inn rafrænt og eru því mögulegir frambjóðendur 13 talsins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -