Fimmtudagur 16. janúar, 2025
0.5 C
Reykjavik

13 lykilstarfsmenn hættir hjá Sýn á einu ári – Aðeins tveir karlar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eins og Mannlíf hefur fjallað um undanfarna daga virðist ríkja mikið ósætti innan Sýnar hf. og hafa þrír mikilvægir starfsmenn sagt upp störfum á þessu ári.

Það segir þó ekki alla söguna en Mannlíf hefur undir höndunum langan lista starfsfólks sem hefur nýlega hætt störfum hjá fyrirtækinu. Mannlífi hefur tekist að staðfesta að minnsta kosti 13 lykilstarfsmenn sem unnu hjá Sýn í janúar 2024 vinni ekki þar lengur en Herdís Dröfn Fjeldsted, núverandi forstjóri Sýnar, hóf störf þá. Heimildir Mannlífs herma að margar af uppsögnunum tengist óánægju starfsmanna með stjórnun Herdísar á fyrirtækinu.

Hlutabréf í frjálsu falli

Meðal þeirra sem hafa horfið á braut eru Kristín Friðgeirsdóttir, fyrrverandi fjármálastjóri félagsins, Sesselía Birgisdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Vodafone fjarskipta og Vilborg Helga Harðardóttir en hún stýrði vefmiðlum og útvarpi hjá Sýn. Athygli vekur að aðeins tveir karlar eru á listanum sem Mannlífi hefur tekist að staðfesta.

Heimildir Mannlífs herma að mikill þrýstingur sé hjá hópi hluthafa að koma Herdísi úr stóli forstjóra enda hafi hlutabréf í fyrirtækinu fallið mikið í verði undir stjórn hennar en samkvæmt Keldunni hefur gengið lækkað rúm 37% eftir að Herdís við tók forstjórastarfinu.

Herdís Dröfn hefur ekki viljað svara spurningum Mannlífs um málið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -