Laugardagur 18. janúar, 2025
1.1 C
Reykjavik

14 skipverjar á Valdimar GK greindir með COVID-19

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fjórtan skipverjar af línuskipinu Valdimar GK frá Grindavík greindust með COVID-19 þegar skipið kom til hafnar í Njarðvík í morgun. Skipið kom til hafnar eftir rúmlega sólarhrings siglingu eftir veiðar skammt frá Hornafirði.  Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum, staðfestir þetta í samtali við Viljann.

Áhöfnin var öll send í skimun hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Niðurstaðan lá fyrir eftir hádegi í dag og eru skipverjarnir allir komnir í einangrun, og eru misveikir, en ekki er vitað hvernig þeir smituðust. Fyrstu þeirra fóru að finna fyrir veikindum, eftir löndun á Djúpavogi, en þar fór einn skipverji í land í skipulagt frí. Sá er einnig greindur með COVID-19.

Skipið liggur við bryggju í Njarðvík og verður sótthreinsað, og stendur til að landa aflanum á morgun. Kórónuveiran lifir ekki í matvælum og aflinn því nýtanlegur. Aðgerðir verða gerðar í samvinnu við sóttvarnaryfirvöld.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -