Sunnudagur 29. desember, 2024
-4.2 C
Reykjavik

16 ára sendir Degi bréf: „Ég er komin með nóg af því að minn eigin borgarstjóri pælir ekkert í mér“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
16 ára íbúi í Grafarholtinu hefur fengið nóg af aðgerðarleysi Dags B. Eggertssonar borgarstjóra þegar kemur að þjónustu við úthverfi borgarinnar, einkum nú þegar allt er á kafi í snjó. „Þú ert hluti af ástæðunni af hverju margir eru að flytja úr Reykjavík,“ segir hinn ungi íbúi meðal annars í bréfi sínu.
Margir borgarbúar eru þessa dagana svekktir út í Dag og hans fólk þegar kemur að viðbragði borgarinnar gagnvart snjómokstri. Nú á þriðja degi situr fólk ennþá fast með bíla sína þar sem íbúagötum er lítið sem ekkert sinnt í borginni.
Grafarholtsbúinn Anya María hefur fengið nóg og hefur sent Degi bréf. Hún er vikilega pirruð út í borgarstjórann sem hugsi fyrst og fremst vel um miðbæjarelítuna.
„Sæll, Dagur
Ég sendi þennan póst til þess að kvarta persónulega til þín um hversu illa þú hugsar um úthverfin í Reykjavík. Ég bý í Grafarholtinu og fólkið hér kemst ekki út úr hverfinu nema á jeppa. Það er alls ekki búið að moka nógu vel frá vegunum og ég veit að það er mjög vel mokað og skafið nær 101.
Fólk þarf að komast í vinnu og að versla en kemst ekki neitt vegna þess að það er bara algjörlega ófært hérna og það er ekki eins og að það sé brjálað veður ennþá þannig það er alveg hægt að laga til hérna. Ég er 16 ára og geri mér fulla grein fyrir því að þú ert ekki að standa þig í þessu máli líkt og öðru tengt úthverfum.
Þú vilt bara byggja hérna og eyðilegga náttúruna hjá Reynisvatni en sem betur fer náðu stelpur sem voru í GRUNNSKÓLA á þeim tíma að stoppa þig. Ég er komin með nóg af því að minn eigin borgarstjóri pælir ekkert í mér og hverfinu mínu, þú ert hluti af ástæðunni afhverju margir eru að flytja úr Reykjavík.
Ég myndi virkilega meta það ef þú gætir gert eitthvað þannig að fólk á fólksbílum (sem er meirihluti íbúanna hér í Grafarholti) komist út úr hverfinu. Það er ekki lengur skoðun að líka ekki vel við þig heldur er það orðin staðreynd að þú ert að standa þig illa gagnvart úthverfum.
Kv. Anya María Mosty, pirraður Reykvíkingur“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -