Föstudagur 3. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

17 ára drengur drukknaði í Vestmannaeyjum við leit að horfnum manni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jónatan Árnason hélt á brott af heimili sínu í Vestmannaeyjum einn vordag og sást ekki aftur. Eiginkona Jóns tilkynndi hann horfinn tveimur tímum síðar en Jón var veikur á geði.

Leitað var um alla Heimaey án árangurs og var þá óskað eftir sporhundum úr Hafnarfirði, hundarnir röktu ferðir Jóns vestur á Ofanleitishamar en þar fundust engar vísbendingar. Þetta gerðist þann 23. maí 1964.

Daginn eftir fannst jakki Jóns á brún Ofanleitishamars og hélt leitin áfram þar. Aðstæðar voru erfiðar þegar þeir Kristján og Gunnar, 17 ára, ákváðu að aðstoða við leitina að Jóni. Þeir fóru inn í hellisskúta en þá skall á þá alda sem dróg Gunnar með sér og hann drukknaði.

Kristján slapp heill að húfi og sagði frá þessum hörmulega atburði á sínum tíma, í samtali við Morgunblaðið:

„Þegar ég kom að opinu, sá ég að sjógangur var mikill í hellinum. Sneri ég mér þá að Gunnari, og sagði honum að það þýddi ekki að fara inn. Gunnar bað mig þá að leyfa sér að sjá inn. Ég færði mig til, þannig að hann ætti betur með að sjá. Leit Gunnar þá inn, en kvaðst vilja freista þess að komast innar. Ég bað hann fara ekki, þar sem leiðin inn í hellinn væri ótrygg, en Gunnar fikraði sig innar“.

„Í þessum svifum sá ég stóra öldu koma, og stefndi hún í átt til Gunnars. Ég kallaði til hans og aðvaraði hann, en hann greip þá handfestu í berginu og hugðist halda sér meðan aldan riði hjá“.

- Auglýsing -

,.Það næsta sem ég sá“, heidur Kristján fram, „var að aldan lenti á bjarginu þar sem Gunnar var, og hreif hann með sér“

Stökk ég þá niður til hans, um mannhæð, og reyndi að ná til hans. En í því skall alda á okkur báða, og tók okkur með útsoginu“.

„Þegar við, vorum svamlandi þarna kallaði ég til Gunnars að reyna að synda að steinum, sem voru í flæðarmálinu, og reyna að komast upp, en hann kvaðst ekki geta það. Reyndi ég þá sjálfur að komast upp, en þegar ég heyrði ekkert til Gunnars, fór ég enn að svipast um eftir honum. Var ég að velkjast þarna í sjónum í um hálfa klukkustund, en þá hreif straumurinn mig, og bar mig alla leið inn í hellinn. Ég streittist ekki á móti, því að ég vissi að stórgrýtt fjara var innst í hellinum, enda náði ég taki á steini og gat haldið mér þar, meðan útsogið gekk út úr hellinum. Tókst mér síðan að skreiðast efst í fjöruna, uppi undir þaki i hellinum, settist þar og fór að svipast um eftir Gunnari. Hann sá ég hvergi“.

- Auglýsing -

„Þessu næst fikraði ég mig fram eftir hellinum utan á bjarginu, en hvergi sá ég Gunnar. Sneri ég þá við og fór inn í hellinn, og settist. Þarna sat ég, dottaði öðru hverju, hreyfði mig þess á milli og hugaði að Gunnari“

Kristján sat þar í marga klukkutíma en endaði svo á að komast upp úr hellinum sjálfur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -