Miðvikudagur 8. janúar, 2025
-6.2 C
Reykjavik

18 ára drengur myrti fyrrum stjúpföður sinn – Kærur gengu á víxl innan fjölskyldunnar mánuðum saman

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Föstudaginn 13 maí árið 1995 fannst Sigurgeir Sigurðsson, 43 ára, látinn í Hafnarfirði. Sigursteinn hafði verið á hjóli sínu þegar bíll keyrði hann niður á miklum hraða en hann lést af sárum sínum á slysadeild.

Strax var fyrrum stjúpsonur hans, Júlíus Norðdahl, grunaður um morðið en hann var átján ára. Júlíus hafði, samkvæmt vitnum, talað um að vilja myrða Sigurgeir og hafði stuttu áður skorið á dekk á bílnum hans. Júlíus viðurkenndi í yfirheyrslu að hafa unnið skemmdaverk á bíl Sigurgeirs en neitaði að hafa keyrt viljandi á hann heldur einungis ætlað að ná tali af honum.

Sigurgeir var á leið heim af AA-fundi þegar Júlíus keyrði á hann á talsverðum hraða, Sigurgeir kastaðist á framrúðu bílsins og svo á jörðina og hjól hans ýttist um 100 metra frá bílnum. Framburður Júlíusar í yfirheyrslum passaði ekki við slysaskýrslur en hann sagðist ekki hafa séð Sigurgeir og þess vegna ekið á hann.

Lögreglan hafði ítrekað þurft að hafa afskipti af samskiptum Sigurgeirs og Júlíusar en Júlíus hafði unnið nokkur skemmdarverk á eignum Sigurgeirs, meðal annars með því að kasta gosflösku inn um glugga hans ásamt því að hóta Sigurgeiri lífláti. Sigurgeir reyndi að leggja fram kæru til lögreglu vegna hótana og skemmdarverka en lögregla neitaði að taka málið í sínar hendur þar sem um fjölskylduerjur væri að ræða. Móðir Júlíusar kærði Sigurgeir fyrir ofsóknir og hótanir, því má segja að kærurnar í fjölskyldunni hafi gengið á víxl.

Sigurgeir og móðir gerandans áttu saman dóttur en þau skyldu á meðan móðirin var enn ófrísk. Móðir stúlkunnar kærði Sigurgeir til barnaverndar og sakaði hann um að hafa brotið kynferðislega á dóttur þeirra, Sigurgeir var þá sviptur forræði en málið aldrei rannsakað af lögreglu. Sigurgeir kærði málsmeðferðina en þessi meinta misnotkun var talin ástæða illinda Júlíusar til fyrrum stjúpföður síns.

Júlíus var dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar fyrir morðið en litið var til þess að hann væri ungur og ætti engin refsiverð brot að baki.

- Auglýsing -

„Hæstiréttur vísar til misræmis í framburði Júlíusar, sem sagði fyrst eftir slysið að hann hefði verið að lesa aftan á myndbandsspólu í bifreiðinni, þegar áreksturinn varð, og ekki haft hugann við aksturinn. Í formlegri skýrslutöku hjá lögreglu sagði hann hins vegar, að hann hafi vitað að Sigurgeir var á hjólinu fyrir framan hann og verið að teygja sig í rafmagnsrofa fyrir rúðu, svo hann gæti hrópað að honum. Hæstiréttur segir að fallast verði á að hann hafi ekið á Sigurgeir af ásetningi, sem myndaðist í þann mund, er hann ók á eftir honum. Hann hafi mátt gera sér grein fyrir, að veruleg hætta væri á því, að stórfellt líkams- eða heilsutjón hlytist af ákeyrslu á reiðhjólið. Á hinn bóginn bæri að meta honum til gáleysis þær afleiðingar, sem í reynd hafi orðið.“

„Auk þess sem Júlíus var dæmdur til 3 ára fangelsisvistar var hann sviptur ökurétti ævilangt og gert að greiða áfrýjunarkostnað, þar með talin saksóknarlaun, 100 þúsund krónur, og málflutningslaun skipaðs verjanda síns, Arnar Clausen hrl., 100 þúsund krónur,“ segir í frétt Morgunblaðsins um málið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -