Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-2.2 C
Reykjavik

18 manns veiktust eftir heimsókn á Hamborgarafabrikkuna: „Grunur um mögulega matareitrun“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Margir gestir Íslensku Hamborgarafabrikkunnar hafa kvartað undan veikindum eftir að hafa borðað þar um helgina.

Mikil umræða hófst í gær í Facebook-grúbbunni Matartips um Íslensku Hamborgarafabrikkuna, sem er yfirleitt kölluð Fabrikkan, þar sem Sara Aurora sagði frá því að hún hefði farið í útibú Fabrikkunnar í Kringlunni ásamt öðru fólki seinustu helgi. Fólkið sem fékk sér Morthens-borgarann hafi orðið mjög veikt í framhaldi þess. Sara hringdi í veitingastaðinn daginn eftir og þá var henni tjáð að starfsfólk hefði farið heim með ælupest og hún ætti að senda tölvupóst. Eftir að hafa beðið eftir svari og ekki fengið hafi hún í framhaldinu ákveðið að setja póst inn á Matartips til athuga hvort að fleiri hefðu lent í því sama.

Viðbrögðin létu ekki standa á sér. Miðað við þau svör sem Sara fékk virðast að minnsta kosti 18 einstaklingar hafa orðið veikir eftir að hafa borðað á Fabrikkunni undanfarna daga. Fólk nefnir uppköst, niðurgang, beinverki og hita. Ótengt þessari færslu, sem Sara setti inn á Matartips, var sett inn færsla á Twitter af Inga Bekk þar sem hann sagðist hafa farið á Fabrikkuna á mánudaginn og heyrt þjón segja kokki að lirfa hafi fundist í hamborgara. Færslu Inga má sjá hér fyrir neðan

María Rún Hafliðadóttir, framkvæmdastjóri Fabrikkunnar, svaraði Söru á Matartips og sagði „kæra Sara takk kærlega fyrir að vekja athygli á þessu. Við tökum það alltaf mjög alvarlega þegar að upp kemur grunur um mögulega matareitrun, þá fer ákveðið ferli í gang hjá okkur. Við rekjum okkur til baka hráefnaleiðina og förum yfir alla mögulega orsakavalda. Sú vinna er í gangi. Ég mun upplýsa þig um málið ef við verðum einhvers vísari og fæ að hafa samband við þig.“

Fabrikkan hefur ekki svarað spurningum Mannlífs um málið.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -