Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

200 manns létu lífið þegar vél Flugleiða hrapaði

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Um 200 manns, þar af átta íslendingar, létu lífið þegar DC-8 þota frá Flugleiðum fórst í lendingu vflugvöllinn i Colombo á Ceylon, þar sem vélin var í pílagrímaflugi. Með vélinni voru 246 farþegar og átta manna áhöfn, en auk þess voru í aukaáhöfn tveir flugstjórar, flugfreyja, forstöðumaður flugdeildar Flugleiða og deildarstjóri í Flug- deild Flugleiða, eða samtals 13 íslendingar,“ sagði á forsíðu Vísis þann 16.nóvember árið 1978.

Mikið þrumuveður var þegar flugvélin reyndi að lenda í Colombo. Vélin flaug í gegnum tré og brotlenti ofan á kofa á kókoshnetuplantekru, þar kom upp eldur í vélinni, um sex kílómetrum frá flugvellinum.

Björgunarsveitir náðu til sextíu manns sem lifðu slysið af, þar af voru fimm íslendingar. Tuttugu manns létust við komuna á spítalann en tuttugu og þrír fengu að fara eftir minniháttar aðhlynningu.

Flugvélin var á leið til Jövu frá Saudi-Arabiu með millilendingu í Colombo.

„Flugvélin sem fórst, TF-FLA, var ein af þremur flugvélum af gerðinni DC-8 sem Flugleiðir áttu. Hún var keypt árið 1975. Þetta var fyrsta ferðin í síðari hluta pílagrimaflugs Flugleiða á milli Indónesíu og Saudi- Arabiu. Í fréttatilkynningu um slysið segir að stjórn félagsins og starfsfólk sé harmi slegið og votti aðstandendum þeirra sem fórust dýpstu samúð,“ sagði í frétt Vísis.

RÉTT áður en flugvél Flugleiða hrapaði til jarðar í aðflugi að Katunyake-flugvelli við Colombo á Sri Lanka í fyrradag gaf flugstjórinn hreyflunum fullt afl. Þetta kom fram í samtali, sem Dagfinnur Stefánsson flugstjóri átti eftir slysið við Harald Snæhólm flugstjóra, sem var í aukaáhöfn og sat aftast í vélinni. Með vélinni voru 259 mannsi 246 indónesískir pflagrímar og 13 íslendingar> átta manna áhöfn og fimm manna aukaáhöfn. í slysinu fórust 188 farþegar og átta íslendingar, þar af 5 úr áhöfninni, eins og skýrt er frá annars staðar á síðunni. en í gærkvöldi var tala látinna orðin 207. Fimm íslendingar lifðu af slysiðt Harald Snæhólm og flugfreyjurnar Jónína Sigmarsdóttir, Kristín E. Kristleifsdóttir, Oddný Björgólfsdóttir og Þuríður Vilhjálmsdóttir. Þau voru flutt í sjúkrahús í Negambo, þar sem flugvöllurinn er. Ekki höfðu í gærkvöldi borizt nákvæmar fréttir af þeim, en þó var vitað, að Oddný var mjaðmagrindarbrotin og Harald hafði skaddazt á hrygg. Ekkert þeirra mun þó vera líffshættulega slasað,“ sagði í Morgunblaðinu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -