Í gær greindust 212 með Covid. Af þeim voru 186 innanlandssmit og einungis 72 af þeim sem greindust í gær voru í sóttkví. Þessu er greint frá á vef RÚV.
26 greindust á landamærunum.
Tekið er fram að um sé að ræða bráðabirgðatölur, eins og venjan er um helgar. Tölurnar verða uppfærðar eftir helgi.
Síðustu daga hafa talsvert margir farið í sýnatöku. Mest hefur álagið þó verið þar sem hraðpróf eru tekin, en í gær var sagt frá því á RÚV að metfjöldi hefði farið í hraðpróf fyrir komandi helgi. Mikil örtröð myndaðist á sýnatökustöðum en um 8.500 manns skráði sig í sýnatöku hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Uppbókað var í hraðpróf hjá þeim tveimur einkafyrirtækjum sem bjóða upp á slíkt, Testcovid.is og Hraðpróf.is. Þar höfðu 8.000 manns skráð sig.
Alls fóru um 17.000 manns í hraðpróf í gær, sem eru í kringum fimm prósent þjóðarinnar.
Nú eru ellefu manns inniliggjandi á sjúkrahúsi vegna Covid-19. Þar af eru tveir á gjörgæslu.