Sunnudagur 5. janúar, 2025
-7.2 C
Reykjavik

212 greindust með Covid í gær – metfjöldi í hraðprófum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í gær greindust 212 með Covid. Af þeim voru 186 innanlandssmit og einungis 72 af þeim sem greindust í gær voru í sóttkví. Þessu er greint frá á vef RÚV.

26 greindust á landamærunum.

Tekið er fram að um sé að ræða bráðabirgðatölur, eins og venjan er um helgar. Tölurnar verða uppfærðar eftir helgi.

Síðustu daga hafa talsvert margir farið í sýnatöku. Mest hefur álagið þó verið þar sem hraðpróf eru tekin, en í gær var sagt frá því á RÚV að metfjöldi hefði farið í hraðpróf fyrir komandi helgi. Mikil örtröð myndaðist á sýnatökustöðum en um 8.500 manns skráði sig í sýnatöku hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Uppbókað var í hraðpróf hjá þeim tveimur einkafyrirtækjum sem bjóða upp á slíkt, Testcovid.is og Hraðpróf.is. Þar höfðu 8.000 manns skráð sig.

Alls fóru um 17.000 manns í hraðpróf í gær, sem eru í kringum fimm prósent þjóðarinnar.

- Auglýsing -

Nú eru ellefu manns inniliggjandi á sjúkrahúsi vegna Covid-19. Þar af eru tveir á gjörgæslu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -