Föstudagur 13. september, 2024
1.8 C
Reykjavik

25 manns við íshelli sem hrundi – Einn fluttur með flugvél til Reykjavíkur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Skelfilegt slys átti sér stað í íshelli í Breiðamerkurjökli vestan við Jökulsárlón en hellinn hrundi þegar hópur ferðamanna var að skoða hann.

Þyrlur Landhelgisgæslunnar voru sendar á staðinn um leið og tilkynning um slysið barst og voru björgunarsveitir frá öllu Suðurlandi sendar á svæðið sem og lögregla og sjúkralið og slökkvilið á Klaustri og Höfn.  Samkvæmt Vísi var fjöldi hópsins um 25 manns en voru flestir fyrir utan hellinn þegar hann hrundi. Talið er að þrír einstaklingar séu alvarlega slasaðir en það hefur ekki verið staðfest. Þá er talið að hluti hópsins sé fastur inn í hellinum. Hópurinn var í skipulagðri ferð en um vinsælan áfangastað ferðamanna að ræða.

Þá hefur hópslysaáætlun almannavarna verið virkjuð vegna slyssins og er björgunarstarf hafið við jökulinn.

Fréttin verður uppfærð

Uppfært – 19:40: Tveir eru sagðir alvarlega slasaðir og var einn fluttur til Reykjavíkur með sjúkraflugi. Enn er tveggja leitað í íshellinum

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -