Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

27 ár liðin frá einu mannskæðasta snjóflóði Íslandssögunnar: „9 eða 10 manns sem voru að heiman“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í dag eru 27 ár síðan snjóflóð féll á Flateyri í Önundarfirði þar sem tuttugu létu lífið. Flóðið breytti þorpinu til frambúðar.

 „Griðarstórt snjóflóð, sem kom óvænt úr Skollahvilft og fór yfir snjóflóðavarnir, hreif a.m.k. 17 hús með sér á Flateyri klukkan 4.07 í nótt. Fljótlega varð ljóst að á þriðja tug íbúa var saknað. Þegar DV fór í prentun höfðu fréttir borist um einn látinn og a.m.k. tveir voru slasaðir en tugum íbúa hafði verið bjargað. Þeir sem stóðu í eldlínunni á Flateyri hvöttu fólk til að sýna stillingu og reyndu aö vera bjartsýnir.

„Þetta er algjör eyðilegging. Húsin eru horfin í heilu lagi,“ sagði einn íbúa Flateyrar í samtali við DV um hálfri klukkustund eftir að flóðið féll,“ sagði í frétt DV morguninn eftir snjóflóðið.

Snjóflóðahætta skapaðist oft í þorpinu en aldrei var talið líklegt að það kæmi flóð úr Skollahvilft, enda flæddi framhjá þeim snjóflóðavörnum sem reistir höfðu verið á þessum tíma.

„Flóðið féll á innanverða Flateyri, við götumar Ólafstún, Hjallaveg, Tjarnargötu og Unnarstíg og raunar alla leið niður að heilsugæslustöð við Eyrarveg en hann er miðsvæðis í þorpinu. Brak úr húsum barst fram hjá kirkjunni og alla leið niður að pósthúsi sem stendur við Hafnarstræti neðarlega á eyrinni. Tveggja hæða hús við Unnarstíg fór nánast í heilu lagi niður að heilsugæslustöðinni,“ sagði í fréttinni.

- Auglýsing -

Gífurleg snjókoma var þessa örlagaríku nótt en vildi svo heppilega til að nokkrir íbúar þorpsins voru veðurtepptir í Reykjavík.

„Við þökkum Guði fyrir það að það voru 9 eða 10 manns sem voru að heiman en hefðu annars verið í þeim húsum sem flóðið lenti á,“ segir Guðmundur Björgvinsson í samtali við DV, daginn eftir flóðið.

Tuttugu manns létust í flóðinu en tuttugu og þremur var bjargað. Tíu manns voru að heiman. Þau látnu voru á aldrinum eins árs til 72 ára.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -