Þriðjudagur 14. janúar, 2025
5.8 C
Reykjavik

287 milljóna gjaldþrot Björns Inga: „Nú er að byrja upp á nýtt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Engar eignir fundust í þrotabúi Björn Inga Hrafnssonar, ritstjóra Viljans, og því fékkst engin greiðsla upp í lýstar kröfur. Þær námu 287 milljónum íslenskra króna.

Björn Ingi var tekinn til gjaldþrotaskipta í lok febrúar síðastliðinn. Þá tjáði Björn Ingi sig um gjaldþrotið í færslu á Facebook.

„Ég ætla áfram bara að vera Björn Ingi á Viljanum, held kannski áfram að skrifa bækur, sinna ýmsu fleiru, vera allsgáður, rækta líkama og sál og taka þátt í þjóðmálaumræðunni meðan einhver nennir að hlusta á það,“ segir ritstjórinn.

Ástæðuna fyrir gjaldþrotinu segir Björn Ingi vera að hann hafi verið í ýmsum persónulegum ábyrgðum fyrir vefmiðilinn Pressuna á sínum tíma.

„Það er ekkert skemmtilegt, en nauðsynlegt úr því sem komið var. Þetta er bara staðan, ég var í allskonar persónulegum ábyrgðum og maður verður að taka ábyrgð á eigin gjörðum, mistökum sem voru gerð og horfast í augu við staðreyndir,“ sagði Björn Ingi og bætti við:

„Peningar eru ekki allt og mikilvægast er að vera til staðar fyrir fólkið sitt og halda heilsu. Nú er að byrja upp á nýtt. Ég tapaði öllum mínum eigum á þessu ævintýri og það var mikill lærdómur. Er eftir margra ára varnarbaráttu orðinn málkunnugur fleiri lögfræðingum og stefnuvottum en gott getur talist, þótt flest sé það mikið sómafólk og bara að vinna vinnuna sína, og það verður kannski bara frelsi að setja þetta dæmi alltsaman á bak við sig.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -