Sunnudagur 5. janúar, 2025
-7.2 C
Reykjavik

30 staðfest Omíkron-tilfelli og engar herðingar: „Virðist sem örvunarbólusetningin geri útslagið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bólusetningar og örvunarbólusetningar hafa sannað sig gegn alvarlegum veikindum af völdum Omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar, samkvæmt Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni. Þessu er greint frá á RÚV.

Nú eru tæplega 30 staðfest tilfelli Omíkron-smita á Íslandi og reiknað er með því að þeim muni fjölga til muna. Hingað til hafa veikindi ekki verið alvarleg vegna afbrigðisins.

Þórólfur segir að þeir sem hafi smitast hér af hinu nýja afbrigði sé mikið til fólk sem hafi verið að koma erlendis frá, „frá mörgum löndum“. Hann segir einhver smit hafa orðið innanlands.

Þórólfur telur ekki ástæðu til að breyta sóttvarnareglum eins og staðan er núna. Enn hafa engar fréttir af alvarlegum tilfellum vegna Omíkron borist – hvorki hér á landi né annarsstaðar. Þórólfur gerir ráð fyrir að línur muni skýrast á næstunni.

„Við stöndum nokkuð í stað í útbreiðslunni og ef eitthvað er þá erum við að fara heldur niður á við. Þannig að við erum ekki á slæmum stað hvað það varðar og svo er spítalinn ekki í teljandi vandræðum eins og staðan er. Það eru eitthvað um 15 manns inniliggjandi og þar af þrír á gjögæslu þannig að það hefur oft verið verra. Helgin var ekki slæm á spítalanum og vonandi helst það áfram. Mér finnst ekki tilefni til að fara út í harðari aðgerðir að sinni,“ segir Þórólfur í samtali við RÚV.

Samkvæmt Þórólfi gefur örvunarbólusetningin góða raun. Hún virðist tíu sinnum öflugri en bólusetning tvö gegn Delta-afbrigðinu.

- Auglýsing -

„Það virðist sem örvunarbólusetningin geri útslagið núna bæði á smit og alvarleg veikindi. Þannig að það ætti að vera hvatning til allra að fara í örvunarbólusetningu og bólusetningu yfir höfuð.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -