Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.6 C
Reykjavik

Fjögurra milljarða íþróttahús Garðbæinga er myglað: „Hrikalegt að sjá þetta“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Myglu má finna undir gervigrasinu í Miðgarði, hinu nýja íþróttahúsi Garðbæinga sem kostaði bæjarfélagið fjóra milljarða í framkvæmd. „Hrikalegt að sjá þetta,“ sagði bæjarfulltrúinn Ingvar Arnarsson þegar flæddi inn í húsið í marsmánuði síðastliðinum en talið er að myglusveppurinn hafi Þannig borist inn í húsið.

Sérfræðingar hafa nú fundið út að sveppagró sé að finna í gúmmíundirlagi gervigrassins í Miðgarði. Samkvæmt fundargerð í bæjarráði er beðið frekari niðurstaðna um hversu stórt vandamálið er en líklegt er talið að fletta þurfi grasinu upp og skipta um undirlagið.

„Sam­kvæmt ráðlegg­ing­um sér­fræðinga verður jarðvegs­sveppn­um haldið niðri með reglu­legri sótt­hreins­un þangað til gúmmí­und­ir­lag verður fjar­lægt. Fyrsta sótt­hreins­un fór fram laug­ar­dag­inn 15. októ­ber. Reglu­leg sótt­hreins­un mun fara fram á þeim tíma sem ekki eru æf­ing­ar eða kennsla þar sem gervi­grasið er og tryggt verður að öll um­merki sótt­hreins­un­ar verða horf­in áður en notk­un hefst á ný eft­ir hverja hreins­un,“ segir í fundargerðinni og er þar lögð áhersla á að heilsu gesta hússins hafi ekki verið ógnað.

Morgunblaðið greindi frá myglunni í Miðgarði en netverjar ráku augun í hversu fimlega fjölmiðilinn skautaði framhjá orðinu mygla í umfjölluninnni. Á Twitter veltir Elmar Torfason fyrir sér hvers vegna það hafi verið gert. „Ætli það hafi eitthvað með pólitík að gera að Morgunblaðið kýs að nefna það sveppagró sem vex í þessu glæsilega knattspyrnuhúsi í Garðabæ en ekki myglu, eins og þegar eitthvað sambærilegt kemur upp í skóla í Reykjavík? Annað hljómar sakleysislegra en hitt,“ segir Elmar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -