Fimmtudagur 24. október, 2024
1.6 C
Reykjavik

4,2 prósent þjóðarinnar atvinnulaus – Ekki mælst hærra síðan í febrúar í fyrra

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Atvinnuleysi mældist 4,2 prósent í janúar þessa árs samkvæmt nýjustu tölum frá Hagstofu Íslands. 9.600 einstaklingar voru skráðir atvinnulausir samkvæmt árstíðaleiðréttum niðurstöðum vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofunnar. Hefur atvinnuleysi ekki mælst hærra síðan í febrúar í fyrra en þá var það 4,9 prósent.

Á 12 mánaðatímabili mældist það lægt í 2,3 prósent en mest í 4,2 prósent í september og nú aftur í janúar.

Í tilkynningu frá Hagstofunni segir: „Árstíðaleiðrétt hlutfall atvinnulausra var 4,2%, hlutfall starfandi var 77,7% og atvinnuþátttaka 81,1%. Árstíðaleiðrétt atvinnuleysi jókst um 0,3 prósentustig á milli mánaða á sama tíma og hlutfall starfandi jókst um 1,2 prósentustig og atvinnuþátttaka um 1,5 prósentustig. Talnaefni hefur verið uppfært.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -