- Auglýsing -
Í nýrri færslu frá Eldfjalla- og náttúruváhóp Suðurlands segir að óvissan við og í Grindavík sé enn mjög mikil. Um 600 jarðskjálftar hafa mælst frá miðnætti og enn mælist gliðnun á svæðinu.
Dregið hefur úr krafti gossins sem hófst í gær og gýs nú einungis á tveimur stöðum í sprungunni. „Þrátt fyrir þetta eru vísbendingar um að ný gosop geti opnast. Áfram mælist gliðnun innanbæjar í Grindavík, mest syðst í bænum samkvæmt Veðurstofunni.“
Frá miðnætti hafa fyrir 600 jarðaskjálftar mælst á svæðinu sem telst óvenju mikil skjálftavirkni frá því að gosið hófst.
„Er það mun meiri skjálftavirkni en það sem sást í gosinu fyrir jól, en þá féll skjálftavirknin nær alveg niður eftir að gossprungan náði hámarkslengd sinni,“ segir í færslunni.
„Slík skjálftaþögn er hefðbundin í eldgosum þar sem yfirleitt næst ákveðið jafnvægi í jarðskorpunni þegar eldgos hefst. Því virðist ekki vera að skipta núna. Óvissan er því áfram mjög mikil.“

Hér að neðan má sjá færslu hópsins í heild: