Laugardagur 23. nóvember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

600 jarðskjálftar frá miðnætti: „Vísbendingar um að ný gosop geti opnast“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Í nýrri færslu frá Eldfjalla- og náttúruváhóp Suðurlands segir að óvissan við og í Grindavík sé enn mjög mikil. Um 600 jarðskjálftar hafa mælst frá miðnætti og enn mælist gliðnun á svæðinu.
Dregið hefur úr krafti gossins sem hófst í gær og gýs nú einungis á tveimur stöðum í sprungunni. „Þrátt fyrir þetta eru vísbendingar um að ný gosop geti opnast. Áfram mælist gliðnun innanbæjar í Grindavík, mest syðst í bænum samkvæmt Veðurstofunni.“
Frá miðnætti hafa fyrir 600 jarðaskjálftar mælst á svæðinu sem telst óvenju mikil skjálftavirkni frá því að gosið hófst.
„Er það mun meiri skjálftavirkni en það sem sást í gosinu fyrir jól, en þá féll skjálftavirknin nær alveg niður eftir að gossprungan náði hámarkslengd sinni,“ segir í færslunni.
„Slík skjálftaþögn er hefðbundin í eldgosum þar sem yfirleitt næst ákveðið jafnvægi í jarðskorpunni þegar eldgos hefst. Því virðist ekki vera að skipta núna. Óvissan er því áfram mjög mikil.“
May be an image of map
Með færslunni var birt mynd frá Veðurstofunni sem sýnir yfirfarna skjálftar í skjálftasjá frá miðnætti. Mynd/skjáskot Facebook/Veðurstofan
Hér að neðan má sjá færslu hópsins í heild:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -