Föstudagur 15. nóvember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

63 ára öryrkja hent út af áfangaheimili ásamt þrettán öðrum: „Ég hef orðið fyrir viðbjóði“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Áfangaheimilið Betra líf hefur verið rekið í Fannborg í Kópavogi síðan árið 2019. Þar búa 24 einstaklingar með fíknisjúkdóm eða alkahólisma sem hafa lokið eða eru á leið í meðferð. Í dag átti að bera út fjórtán þeirra sem þar búa þar sem húsnæðið fyllir ekki skilyrði eldvarnareglugerðar. Margir þeirra sem þarna búa eru mikið veikir og eiga í engin önnur hús að venda. Slökkvilið og lögregla fór á staðinn í morgun en ákveðið var að fresta aðgerðum til 21.mars.

Mannlíf ræddi við Helga Jakobsson, 63 ára íbúa á heimilinu en hann bjó á götunni í mörg ár áður en hann fékk aðsetur á áfangaheimilinu. Helgi segist hafa beðið eftir félagslegu húsnæði í yfir 11 ár. Honum hefur verið neitað ótal sinnum þrátt fyrir allskyns loforð, „Ég hef orðið fyrir viðbjóði hjá félagsþjónustunni í Árbæ,“ hann segir fimm mismunandi ráðgjafa hafa lofað honum aðstoð en aldrei varð úr því. Helgi hefur ekki heyrt frá félagsþjónustunni síðan í desember á síðasta ári en bíður nú eftir símtali.

Helgi neyddist til þess að sofa í bílnum sínum um nokkra stund en segir þá lögreglan hafa fylgst vel með honum, „Lögreglan eltir mig út um allan bæ, ég var að fela mig til að fá frið frá lögreglunni en þeir sögðu alltaf við mig að ég mætti ekki vera hér. Ég spurði þá hvar ég mætti vera en ég fékk aldrei nein svör“

Íbúarnir á áfangaheimilinu fá enga aðstoð við að finna aðsetur en er bent á að þeir geti leitað á gistiskýlið á Lindargötum, þar eru þó aðeins gistipláss fyrir 25 manns og nú þegar margir heimilislaurin menn sem neyðast til að leita þangað .„Ég er 75 prósent öryrki, ég myndi aldrei þola það að fara að skríða undir tré,“ segir Helgi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -