Hagstofan hefur birt samantekt efnis úr skattframtölum einstaklinga síðastliðið árs. Þar kemur fram að á árinu 2021 voru heildartekjur einstaklinga á Íslandi um 7,7 milljónir króna að meðaltali eða 640 þúsund krónur á mánuði. Samanborið við 2020 er það 8 prósent hækkun en ef litið er til verðlagsleiðréttra heildartekna nemur hækkunin tæp 4 prósent.
Ef skoðaður er samanburður á heildartekjum eftir aldurhópum þá voru einstaklingar á aldrinu 45-59 ára með hæstu meðaltekjurnar eða rúmar 10 milljónir á ári. Lægstu tekjurnar voru hjá aldurshópnum 16-19 ára en meðaltal teknanna var tæp 1,6 milljón. Vert er að benda á að margir innan þess aldurhóps búa enn hjá foreldrum og forráðamönnum.
Heildareignir
Heildareignir einstaklinga á árinu 2021 jukust um 10,7 prósent á milli ára.

Mynd / Hagstofan