Um það bil 7.000 manns hafa lagt leið sína í Listasafn Reykjavíkur til að skoða Chromo Sapiens, sýningu Hrafnhildar Arnardóttur, síðan sýningin opnaði fyrir tæpri viku síðan, 23. janúar.
Áslaug Guðrúnardóttir, kynningar- og markaðsstjóri Listasafns Reykjavíkur kveðst finna fyrir miklum áhuga fólks á sýningunni.
„Jú, ég myndi segja að áhuginn væri óvenjumikill. Fólk er mikið að deilda myndum á samfélagsmiðlum og við fáum spurningar frá fólki sem ekki endilega venur komur sínar hingað um hversu lengi sýningin standi yfir því það ætli sko ekki að missa af henni,“ útskýrir Áslaug.
Áslaug segir börn og ungmenni vera sérstaklega áhugasöm enda sé sýningin einstaklega myndræn og ævintýraleg. „Það er rauninni hægt að ímynda sér að maður sé í allt öðrum heimi þarna inni.“
Sýningin stendur yfir til 22. mars 2020.
Sjá einnig: Sýning Hrafnhildar opnuð á morgun – Litir, hljóð og aðlaðandi áferð