Alls var lagt hald á 7 kíló af kókaíní í aðgerðum lögreglu vegna fíkniefnainnflutnings en um ræðir fjögur mál sem öll eru í rannsókn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan naut liðsinnis sérsveitarinnar og tollgæslunnar.
Alls voru níu manns handteknir, bæði íslenskir og erlendir ríkisborgarar, og af þeim sitja enn 6 mannsí gæsluvarðhaldi en handtökurnar fóru fram á síðustu tveimur vikum. Einn aðili mun hafa flutt efni með sér en þess utan tilgreinir lögreglan að póst- og hraðsendingar hafi verið notaðar.
Fimmta málið sem er til rannsóknar varðar innflutning á um 160 kílóum af hassi sem flutt var með skútu en efnið var handlagt úti af Reykjanesi.
Í því máli sitja þrír enn í gæsluvarðhaldi.
Lögreglan telur að skútan hafi verið á leið sinni frá Danmörku og fyrirhugað hafi verið að smygla efnunum til Grænlands.