Það blasti ótrúleg sjón við lögreglumönnum í Long Beach í Los Angeles í síðustu viku þegar þeir réðust til atlögu að heimili Richard Siegel en grunur lék á að hann væri að selja þýfi. Þegar lögreglumenn framkvæmdu leit á heimilinu kom í ljós að hinn 71 árs gamli Bandaríkjamaður hafði stolið 2800 óopnuðum LEGO kössum í samstarfi við Blanca Gudino. Hin 39 ára gamla kona sá um þjófnaðinn sjálfan og fór svo með þýfið til Siegel en hann sá um að geyma það og selja á netinu. Eins og einhverjir eflaust vita þá eru LEGO leikföng nokkuð dýr en talið er að margir kassanir sem fundust heima hjá Siegel hafi kostað mörg hundrað þúsund í endursölu hans. Lögreglan hafði haft þau undir rannsókn í marga mánuði þegar látið var til skara skríða. Búið er að ákæra þau bæði og bíða þau réttarhalda.