Nú hefur ný ríkisstjórn tekið við og er eitt af málunum sem eru á dagskrá hennar mjög umdeilt málefni.
„Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjöleignarhús, nr. 26/1994 (dýrahald).
Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á ákvæðum laga um fjöleignarhús sem varða dýrahald þannig að samþykki annarra eigenda fyrir hunda- og kattahaldi sé ekki nauðsynlegt.“
Ljóst er að ekki allir eru sáttir við þetta en hundaeigendur gleðjast mikið yfir fregnum sem þessum. Telja sumir að slíkt muni aðeins valda meiri ágreiningi í fjölbýlishúsum á landinu meðan aðrir telja þetta sjálfsagðan rétt.
En við spyrjum lesendur Mannlífs: Á að leyfa hundahald í fjölbýli án samþykki annarra íbúa?