Fimmtudagur 26. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Grindvíkingar á hrakhólum: „Á annað hundrað fjölskyldur sem eru ekki í viðunandi húsnæði“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íbúafundur Grindvíkinga var haldinn í Laugardalshöll í gær. Farið var yfir hin ýmsu mál er varðaði stöðuna á svæðinu. Þess á meðal var farið yfir mögulegar staðsetningar væntanlegs goss, en hafa sérfræðingar Veðurstofu Íslands gefið út upplýsingar sem sýna að kvikumagn er nú orðið svipað og í fyrri gosum.

Ein sviðsmyndin væri eldgos við Hagafell. Jarðfræðilíkön sýna að hraunflæðið myndi ná að varnargörðum Grindavíkur á um það bil einni klukkustund. Kvikuhlaupið myndi að öllum líkindum valda verulegum sprunguhreyfingum í bænum. Yfirvöld hafa áréttað við þá sem halda til í Grindavík að þeir er á eigin ábyrgð. Vísindamenn telja líklegast að það fari að gjósa milli Stóra-Skógfells og Hagafells.

Myndin sýnir líklega sviðsmynd ef eldgos hefst við Hagafell. Mynd/RÚV skjáskot

 

200 fjölskyldur án húsnæðis

„Við getum sagt að í svona bráðaaðgerðum höfum við verið að sjá kannski eitthvað á annað hundrað fjölskyldur sem eru ekki í viðunandi húsnæði, eða við það að missa núverandi leiguhúsnæði. Þannig að vandinn er vissulega til staðar enn þá,“ sagði Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindvíkur, við fréttastofu RÚV, í gær.

47 íbúðir hafa verið úthlutaðar til Grindvíkinga en umsóknir voru 260 talsins. Fannar segir að innan skamms geti fólk leitað úrlausna hjá nýstofnuðu fasteignafélagi á vegum ríksins, vegna uppkaupa. Upplýsingar megi nálgast á island.is

- Auglýsing -

Í viðtali við fréttamann RÚV segir hann um varnargarðana:

„Ég verð að hrósa yfirleittt öllum sem að þessu koma fyrir að hafa ekki legið á liði sínu við að aðstoða okkur. Þetta er auðvitað gríðarlega stórt verkefni, flókið og dýrt. Ef við förum aðeins út fyrir ramma þessara fundar að þá eru það húsnæðismálin hjá íbúunum sem þyrftu að vera á miklu betri stað. Og við erum að reyna að þrýsta á það. En hvað viðvíkur svona viðbragði og öðru slíku í bænum það held ég að sé á nokkuð góðum stað.“

Fannar Jónasson á íbúafundi Grindavíkur í gær. Mynd/skjáskot RÚV

„Við bíðum eftir því að það verði skrúfað fyrir þennan krana sem er þarna á margra kílómetra dýpi. Og þegar að svo er komið að þá viljum við bara fara að huga að heimflutningi. En fyrr en það gerist þá verðum við bara því miður að bíða. Það gæti orðið nokkur tími,“ segir Fannar aðspurður hvenær hann sjái möguleika á að Grindvíkingar snúi aftur heim.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -