Frétta- og samfélagsmiðlar hafa verið rauðglóandi eftir að fregnir bárust um að þingmaður Pírata og fyrrum lögfræðingur hjá Rauða krossinum hafi verið borinn út af lögreglu á skemmtistaðnum Kiki queer um helgina. Ku Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir hafa læst sig inn á salerni skemmtistaðarins og dvalið þar lengur en góðu hófi gegnir. Samkvæmt Nútímanum ku ástæðan hafa verið að Arndís Anna hafi legið þar áfengisdauða og brugðist ókvæða við þegar stuggað var við henni eftir lokun staðarins. Sjálf birti hún yfirlýsingu þar sem hún dásamaði hlutverk lögreglu og var full þakklætis fyrir skutlið heim.
Mannlíf spyr lesendur sína að þessu sinni hvort þeir telji athæfið krefjist að Arndís Anna axli ábyrð.