Hraðfréttamennirnir Fannar Sveinsson og Benedikt Valsson hafa skemmt landsmönnum á skjánum síðustu tvo laugardaga ásamt Kötlu Margréti Þorgeirsdóttur. Í seinni og síðasta þættinum sem sýndur var á laugardag heimsótti Fannar dómsmálaráðuneytið, lék lag fyrir Jón Gunnarsson og Brynjar Níelsson og sýndi þeim spjöld með nokkrum vel völdum yfirlýsingum.
Fannar heimsótti Jón Gunnarsson innanríkisráðherra og aðstoðarmann hans Brynjar Níelsson í síðasta þætti Hraðfrétta sem sýndur var í gær. Tvíeykið var ekki sátt við allt sem kom fram í heimsókninni en að henni lokinni féllust Fannar og Brynjar í faðma.