Fimmtudagur 27. júní, 2024
9.1 C
Reykjavik

Að minnsta kosti 15 glæpasamtök á Íslandi: „Erfitt að tala um erlenda eða íslenska brotahópa“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á Íslandi eru að minnsta kosti 15 skipulagðir glæpahópar, samkvæmt Ríkislögreglustjóra.

Í gær var sagt frá handtöku lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á fjölda meðlima glæpasamtaka en í rassíu sem gerð var í húsnæðum samtakanna fannst sex kíló af kókaíni og amfetamíni, lyf, skotvopn og um 40 milljónir króna í reiðufé en rannsóknin hafði staðið yfir í einhverja mánuði.

Mannlíf sendi spurningar á embætti ríkislögreglustjóra um umfang skipulegrar glæpastarfsemis hér á landi og spurði hversu margir glæpahópar séu starfræktir á landinu. „Það er mat embættis ríkislögreglustjóra að það séu að minnsta kosti 15 skipulagðir brotahópar hér á landi,“ segir í skriflegu svari embættisins. Þá segir ennfremur að erfitt sé að tala um erlenda eða innlenda glæpahópa, vegna þess hve blandaðir þeir væru.

„Samsetning hópanna getur verið mjög fjölbreytt og því erfitt að tala um erlenda eða íslenska brotahópa. Til eru ýmsar skilgreiningar á skipulögðum brotahópum og því erfitt að gefa út nákvæma tölfræði um fjölda þeirra að hverju sinni.“

Mannlíf spurði einnig sérstaklega út í erlend mótorhjólasamtök sem viðriðin hafa verið glæpi, á borð við Hells Angels og Bandidos, en almenningur hefur orðið var við vélhjólamenn klæddum jökkum merktum glæpasamtökunum.

Svar embættis ríkislögreglustjóra er svo hljóðandi:

- Auglýsing -

„Það liggur fyrir að hér á landi eru nokkrir hópar sem merkja sig svokölluðum MC 1 prósent klúbbum sem alþjóðlegar löggæslustofnanir hafa skilgreint sem glæpasamtök. Skipulag þessara alþjóðlegu vélhjólasamtaka er á sama hátt fjölbreytt og sum hver þeirra með nokkra stuðningsklúbba innan sinna samtaka.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -