Laugardagur 21. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Aðaleigandi Icelandair í skattaparadís: „Auðvitað til að greiða sem minnst í sameiginlega sjóði“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Aðaleigandi íslenska flugfélagsins Icelandair geymir hlut sinn í félaginu í skattaparadís sem notuð er af alþjóðlegum félögum til að komast hjá skattgreiðslum. Um er að ræða bandaríska hrægammasjóðinn Bain Capital sem með 17 prósenta eignarhlut sínum er langstærsti hluthafi Icelandair.

Hlutinn geymir sjóðurinn í írska félaginu Blue Issuer en Írland er þekkt skattaparadís. Gylfi Magnússon, formaður bankaráðs Seðlabankans og fyrrverandi ráðherra, er ekki sáttur.

„Það kemur ekki á óvart að þessi eignarhlutur sé geymdur í skúffu í skattaparadís. Það er auðvitað gert til að greiða sem minnst í sameiginlega sjóði. Það er væntanlega fyllilega löglegt en sýnir bara mikilvægi þess að loka almennt fyrir þær glufur sem skattaskúffur búa til í skattkerfum,“ sagði Gylfi í samtali við Túrista.is.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -