Fimmtudagur 20. febrúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Aðalmeðferð máls mótmælenda gegn íslenska ríkinu hefst á föstudag – Hvetja fólk til að fjölmenna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

No Borders Iceland hvetur fólk til að fjölmenna í dómsal við aðalmeðferð máls mótmælenda gegn íslenska ríkinu gegn ríkinu vegna tilefnislausra árása og ofbeldis lögreglu.

Samtökin No Borders Iceland biðlar til fólks að fjölmenna í dómsal næstkomandi föstudag en þá hefst aðalmeðferð máls fólks sem mótmæltu þjóðarmorði Ísraela á Palestínumönnum, vegna tilhæfulausra árása og ofbeldis lögreglu en lögreglan þótti að margra mati hafa beitt óþarfa ofbeldi í aðgerðum sínum þann 31. maí 2024 er mótmælin fóru fram.

Eftirfarandi texta má sjá á viðburðarlýsingu No Borders Iceland á Facebook:

„Níu einstaklingar sem tóku þátt í mótmælum á vegum félagsins Ísland-Palestínu fyrir utan ríkisstjórnarfund við Skuggasund þann 31. maí 2024, hafa tekið sig saman og höfðað mál gegn ríkinu vegna tilefnislausra árása og ofbeldis lögreglu gegn mótmælendum.

Á þeim mótmælum beytti lögregla efnavopnum og ofbeldi gegn mótmælendum. Þeir atburðir endurtóku sig síðar 12. júní sama ár en þar beytti lögregla einnig efnavopnum gegn mótmælendum og þingmönnum sem hún þóttist standa vörð um.

Það að lögreglan taki ákvarðanir af eigin geðþótta um að afnema rétt fólks til að mótmæla er stórhættulegt lýðræðinu og tjáningarfrelsinu. Einnig er það með öllu óásættanlegt að lögregla reyni að draga fram þá mynd að mótmælendur séu hættulegir og vafasamir einstaklingar sem eiga ofbeldi skilið.

- Auglýsing -

Stefnendur í málinu eru þau: Bergþóra Snæbjörnsdóttir, Christa Hlín Lehmann, Daníel Þór Bjarnason, Elía Hörpu Önundarson, Lea María Lemarquis, Nerea Enriquez Santos, Pétur Eggerz Pétursson, Qussay Odeh og Steinunn Lukka Sigurðardóttir.

Fólk er hvatt að mæta í dómssal til að sýna stuðning!

Aðalmeðferð málsins fer fram föstudaginn 21. febrúar, klukkan 08:30 í dómsal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur.“

- Auglýsing -

Hér má sjá myndskeið sem einn af kærendunum tók saman og birti á Instagram:

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Pétur Eggerz (@petur_eggerz)

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -