Aðalsteinn Guðjohnsen er látinn, 91 árs að aldri.
Aðalsteinn Guðjohnsen, fyrrverandi rafmagnsstjóri og fyrrum orkuráðgjafi borgarstjóra, er látinn, en hann hefði orðið 92 ára á Þorláksmessu næstkomandi.
Húsavík var fæðingarstaður Aðalsteins en hann lauk stúdentsprófi frá MR 1951, B.Sc.-prófi í rafmagnsverkfræði frá University of Pennsylvania 1954 og M.Sc.-prófi frá Stanford University i Kaliforníu 1955.
Aðalsteinn var verkfræðingur hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur frá 1955, rafmagnsstjóri í Reykjavík 1969-99 og þá varð hann orkuráðgjafi borgarstjóra árið 1999 og gengdi því starfi í nokkur ár. Einnig var hann var stundakennari við Vélskóla Islands 1956-61 Og MR 1961-67. Aðalsteinn lætur eftir sig fjögur börn og tvær stjúpdætur.
Mannlíf sendir fjölskyldu og vinum Aðalsteins sínar dýpstu samúðarkveðjur.