Umsækjendur um embætti forstöðumanns Minjastofnunar Íslands voru þrír.
Frá þessu er greint á vef umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins en þar kemur fram að umsækjendur séu:
Agnes Stefánsdóttir, sviðsstjóri
Dr. Grégory Cattaneo, sagnfræðingur, kennari og rithöfundur
Rúnar Leifsson, settur forstöðumaður Minjastofnunar Íslands
Rúnar Leifsson hefur verið settur forstöðumaður síðan snemma á síðasta ári en þá lét Kristín Huld Sigurðardóttir af störfum. Næst mun valnefnd meta hæfni og hæfi þeirra og skila greinargerð til Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, en hann skipar í embættið.