Laugardagur 14. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Aðgengi að sálfræðiaðstoð mætti vera betra

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Með starfseminni á Vogi næst engan veginn að sinna þeim fjölda sem þarf á aðstoð að halda vegna fíknivanda. Þjónustusamningar eru úreltir og SÁÁ berst við að þjónusta mun fleiri en framlög frá hinu opinbera gera ráð fyrir. Þá eru sumir hópar, m.a. ólögráða börn og konur, sem virðast mæta afgangi í kerfinu.

Meðal þeirra sem leita til SÁÁ eru margir sem glíma við geðræn vandamál, ýmist vegna fíknarinnar eða samhliða henni. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi segir stundum um að ræða undirliggjandi vanda en í mörgum tilvikum líði fólki strax betur andlega eftir að það kemst af stað í meðferð. Í meðferðinni er m.a. unnið með streitu, kvíða og þunglyndi en fólk þarf mismikla aðstoð. Sumir hafa gengið í gegnum stór áföll, þjást af áfallastreituröskun, alvarlegu þunglyndi eða öðrum alvarlegum geðsjúkdómum. Valgerður segir geðræna aðstoð stóran þátt í bataferlinu en spurð um aðgengi að sálfræðiaðstoð til dæmis, segir hún það upp og ofan.

„Ég býst við að það væri hægt að létta undir með mjög mörgum ef það væri betra aðgengi að sálfræðiþjónustu. Það er oft og tíðum eitthvað sem hefur meiri varanleg áhrif til að hjálpa fólki til að takast á við erfiða stöðu.“

„Fyrsta stopp er auðvitað heilsugæslan. Heilsugæslulæknar eru auðvitað langstærsti læknahópurinn sem er að meðhöndla fólk við kvíða og þunglyndi. Sálfræðiaðstoð ætti að vera miklu aðgengilegri en nú er en reyndar verið að setja sálfræðing á hverja heilsugæslustöð og það er góð viðleitni. Svo er líka verið að koma á geðheilbrigðisteymi í heilsugæslunni og það er líka mjög gott,“ segir Valgerður.

En er takmarkað aðgengi að sálfræðingum og geðlæknum að hamla fólki í bata?
„Mér finnst það líklegt en það er samt þannig að jafnvel þótt sálfræðingar séu ekki aðgengilegir öllum þá eru samt margir sem hafa góðan aðgang t.d. í gegnum stéttarfélögin sem borga sálfræðitíma og ef fólk er í félagsþjónustu eða hjá barnavernd þá eru þeir þar. Og svo eru einhverjir sem fá þjónustu hjá spítalanum, þótt þeir geti í raun sinnt mjög fáum,“ svarar hún. „Ég býst við að það væri hægt að létta undir með mjög mörgum ef það væri betra aðgengi að sálfræðiþjónustu. Það er oft og tíðum eitthvað sem hefur meiri varanleg áhrif til að hjálpa fólki til að takast á við erfiða stöðu. Bara við það að fara í bata frá neyslu fleytir mörgum mjög langt og fólk tekur málin í sínar hendur og fer að lifa lífinu eins og það langar til, eins og að fara í vinnu og taka að sér ábyrgð sem það hefur kannski ekki gert um langa hríð.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -