- Auglýsing -
Lögregla stöðvaði í gærkvöldi ökumann fyrir of hraðan akstur. Þegar lögregla ræddi við manninn kom í ljós að hann hafði drukkið áfengi en mældist undir mörkum. Málið var leyst á vettvangi. Síðar um kvöldið handtók lögregla þrjá einstaklinga sem allir eru taldir tengjast líkamsárás. Mennirnir voru staddir í heimahúsi þegar þeir voru handteknir og rannsakar lögregla nú málið. Þá sinnti lögregla reglubundnu umferðareftirliti og ef marka má dagbók lögeglu var nóttin heldur róleg.