Rólegt hefur verið á höfuðborgarsvæðinu frá fimm í morgun, samkvæmt dagbók lögreglunnar. Aðeins einn gistir nú fangageymslu.
Í Laugardalnum var tilkynnt um þjófnað í verslun en málið var afgreitt með vettvangsskýrslu. Þá var óvelkominn aðili í íbúð í sama hverfi vísað út.
Í hverfi 103 var einnig tilkynnt um þjófnað í verslun og var afgreitt með vettvangsskýrslu.
Aðili í annarlegu ástandi var með ógnandi tilburði í sameing í hverfi 110. Kom í ljós að aðilinn var grunaður um líkamsárás og eignaspjöll. Dvelur hann í fangaklefa þar til hægt verður að taka af honum skýrslu.