Fimmtudagur 20. febrúar, 2025
5.8 C
Reykjavik

Aðstoðarskólastjóri Vogaskóla káfaði á brjóstum Fjólu á starfsmannaskemmtun og hélt starfinu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þorbjörg Skúladóttir, þáverandi aðstoðarskólastjóri Vogaskóla, káfaði á brjóstum á Fjólu Daggar Blomsterberg þegar þær störfuðu saman við skólann en fjallað var um mál þriggja kvenna sem störfuðu í Vogaskóla fyrir nokkrum árum í nýjasta þætti af Kveik.

Konurnar þrjár sögðu í þættinum að samskipti sín við Þorbjörgu hafi verið slæm en í þættinum sagði Heba Líf Ásbjörnsdóttir frá því að aðstoðarskólastjórinn hafi ítrekað spurt sig hvort hún væri í nærbuxum og hafi rifið upp kjól hennar til að fullvissa sig um það. Gerðist þetta á starfsmannaskemmtun.

Í frásögn Fjólu sagði hún frá því að Þorbjörg hafi káfað á brjóstum Fjólu sama kvöld og hún sá hana áreita aðrar konur sem störfuðu í skólanum. Gerðist þetta einnig á starfsmannaskemmtun.

Konurnar þrjár kvörtuðu til borgarinnar vegna hegðunar Þorbjargar og tók Reykjavíkurborg undir það að aðstoðarskólastjórinn hafi í þrígang gerst sek um áreiti, óviðeig­andi og óæski­lega hegðun í tvígang og kyn­ferðis­lega áreitni í tveim­ur til­vik­um. Þrátt fyrir þetta hélt Þorbjörg starfi sínu sem aðstoðarskólastjóri.

Fjóla og Heba kærðu Þorbjörgu til lögreglu og var hún dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrra. Þorbjörg játaði brot sín og var dæmd í fjög­urra mánaða skil­orðsbundið fang­elsi og gert að greiða hvorri konu fyr­ir sig 500.000 krónur í miska­bæt­ur.

Eftir að dómurinn var kveðinn upp neyddist borgin til að segja upp Þorbjörgu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -