Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.1 C
Reykjavik

Fárveikir Íslendingar á Tenerife: „Mér ofbýður framganga hótelstarfsmanna“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Slæm veikindi hafa herjað all hressilega á hóp Íslendinga á Tenerife, vinsælasta áfrangastað ferðaþyrstra Frónverja, eins og kemur fram í DV:

„Við höfum spurnir af fimm manna íslenskri fjölskyldu sem steinlá meira og minna öll. Fólk í okkar hópi hefur orðið vitni að saurslóð af klósetti og ælandi fólki í matsal,“ segir Íslendingur sem nú er staddur á hóteli á amerísku ströndinni á Tenerife; sá vildi ekki láta nafn síns getið; er það vegna meintra hótana starfsfólks hótelsins varðandi lögsóknir gegn þeim aðilum sem tala um þetta ömurlega ástand.

Íslendingurinn er í hópi sem telur tíu Mörlanda sem dveljast á hótelinu, sem ber nafnið Bitácora; en allavega einn einstaklingur úr hópnum hefur veikst ansi illa:

„Heilbrigðismenntaður einstaklingur á staðnum með mikla reynslu telur ljóst að afneitun hótelsins valdi því að hér grasseri einhver padda sem ekki náist að kveða niður,“ segir maðurinn, en honum blöskraði framganga og framkoma stjórnanda hótelsins gagnvart aðilum sem reyna að vekja athygli á bágu ástandinu sem og framkoma starfsfólksins.

Bætir við:

„Mér ofbýður framganga hótelstarfsmanna í garð þess aðila sem hefur reynt að vekja athygli þeirra á þessu. Ég vil vísvitandi hafa þetta frekar óljóst því þegar farið er að hóta lögsókn þá stendur manni ekki á sama.“

- Auglýsing -

Hvernig hótanir?

„Sagt var að viðkomandi ætti að hætta að dreifa því að hér væri einhver sýking í gangi, sem gerðist aldrei, það var aldrei nein dreifing, viðkomandi ræddi bara við hótelstarfsfólk og bað um úrbætur, bað um einhver viðbrögð. En það hefur bara verið hörð afneitun þar til einhver manager sat fyrir viðkomandi og bara hótaði lögsókn.“

 

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -