Tilkynning barst lögreglu um einstakling sem gerði tilraun til þess að stela áfengisflösku frá veitingastað. Samviskusamlegir borgarar stöðvuðu þjófinn sem barðist um. Einn borgaranna var slasaður eftir átökin og hyggst kæra meintan þjóf fyrir líkamsárás.
Í miðbænum hafði afskipti af ölvuðum og æstum manni sem ónáðaði fólk. Hann brást illa við og reyndi að sparka og bíta lögreglumenn. Hann var vistaður í fangaklefa.
Lögreglan fékk tilkynningu um hóp unglinga í grennd við skóla á vaðsvæði Austurbæjar, miðbæjar, Vesturbæjar og Seltjarnarness. Þegar lögreglu bar að var hópurinn flúinn og búið var að brjóta rúðu í skólanum. Þá var annar handtekinn fyrir líkamsárás og eignarspjöll. Hann var handtekinn og vistaður í fangaklefa.
Tveir bílar skullu saman í Hafnarfirði en við nánari athugun reyndist annar ökumannana vera talsvert ölvaður. Hann var handtekinn og vistaður í fangaklefa. Tveir voru handteknir fyrir líkamsárásir á varðsvæði Hafnafjarðar, Garðabæjar og Álftaness. Önnur árásin var í heimahúsi.
Á varðsvæði Kópavogs og Breiðholts var einn handtekinn í heimahúsi, grunaður um skemmdarverk. Hann var vistaður í fangaklefa sökum ölvunar. Mjög ölvaður tilkynnandi óskaði aðstoðar lögreglu og sagði hóp manna hafa veist að sér. Hann var með lítilvæga áverka og ekið á bráðamóttöku. Hópur manna er sagður hafa skemmt eigur verslunar en þeir voru farnir þegar lögregla kom á vettvang. Þá var tilkynnt um brotna rúðu í bifreið en ummerki sýndu að glerflösku hafi verið kastað í rúðuna.
Á varðsvæði Grafarvogs, Mosfellsbæjar og Árbæjar stöðvaði lögregla bifreið en ökumaður reyndi þá að flýja á hlaupum. Lögregla náði honum og var hann handtekinn, grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og fyrir að fylgja ekki fyrmælum lögreglu.