Sunnudagur 24. nóvember, 2024
-3.4 C
Reykjavik

Ætlar í pálínuboð í tilefni dagsins

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í tilefni af World vegan day ætla Valgerður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka grænmetisæta, að borða sig sadda í pálínuboði, þar sem allir gestir leggja eitthvað til borðhaldsins.

Í dag er World vegan day eða alþjóðlegur dagur grænkera. Að því tilefni fengum við grænkerann Valgerði Árnadóttur, framkvæmdastjóra Samtaka grænmetisæta (SGÍ), til að segja okkur hvað hún gerir í tilefni dagsins.

„Í tilefni af World vegan day stöndum við í SGÍ og Vegan samtökunum fyrir Vegan pálínuboði í Andrými kl 19:00 og að sjálfsögðu mun ég fara þangað,“ útskýrir Valgerður eða Vala eins og hún er oftast kölluð.

„Það fer að minnsta kosti enginn svangur heim.“

Hún segir slík boð hjá Vegan samtökunum alltaf vera fjölmenn. „Þau eru alltaf mjög vel sótt og mikið um allskonar dýrindis mat sem við njótum saman og skiptumst á uppskriftum. Sjálf hef ég hugsað mér að baka sítrónuköku með glassúrgljáa sem er nýjasta æðið á mínu heimili en það má koma með hvað sem er á veisluborðið svo lengi sem það er vegan. Það fer að minnsta kosti enginn svangur heim,“ segir Vala.

En hvað þýðir að vera vegan?

Af vef Samtaka grænmetisæta:

Fólk sem aðhyllist veganisma kallast almennt vegan grænmetisætur. Þessi hópur grænmetisæta borðar engar afurðir dýra, hvorki líkama þeirra, mjólk né egg. Að sama skapi forðast vegan alla nýtingu varnings sem prófaður hefur verið eða unninn að einhverju leyti úr dýrum, t.a.m. leður, ull, silki og snyrtivörur sem innihalda dýraafurðir eða hafa verið prófaðar á dýrum. Á matseðlinum eru engar dýraafurðir og þar af leiðandi ekkert kjötsoð, ostar og aðrar mjólkur vörur, majónes sem inniheldur egg, hunang eða vörur sem innihalda gelatín svo dæmi séu tekin.

- Auglýsing -

Mynd / Aldís Pálsdóttir

Sjá nánar: Erum að verða of sein að bjarga jörðinni

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -